Innlent

Fjöldi ferðamanna á Sólheimajökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HAG
Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu við Sólheimajökul. Þrátt fyrir að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafi mælst til þess við ferðaþjónustu og ferðamenn að fara ekki að sporði jökulsins.

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöð 2, er á svæðinu og hefur séð fjölda ferðamanna ganga upp að Sólheimajökli. Í frétt á vef RÚV segir að lögreglumenn hafi verið sendir á vettvang, en í samtali við Vísi kannaðist lögreglan á Hvolsvelli ekki við slíkt. Ekki væri bannað að fara á jökulinn þrátt fyrir að ekki væri mælt með því.

„Það kom mér reyndar á óvart hvað það eru margir ferðamenn, sennilega mörg hundruð, sem voru að ganga upp að Sólheimajökli og fæstir þeirra vissu nokkuð af því að það væri nokkur ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði Kristján í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þó sagði hann mikla gjólu vera á svæðinu svo öll mengun fyki í burtu og að rennsli í ánni væri ekki meira en venjulega.


Tengdar fréttir

Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár

Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×