Fjármunir verða að fylgja verkefnum Gunnar Þór Jónsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun