Fjármunir verða að fylgja verkefnum Gunnar Þór Jónsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun