Fjármunir verða að fylgja verkefnum Gunnar Þór Jónsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar