Innlent

Fjarlægðu skráningarnúmer af hundrað bílum

Skárninganúmer voru fjarlægð af rúmlega eitt hundrað ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð, og jafnvel hvorutveggja.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru einnig allmargir ökumenn stöðvaðir sem voru að tala í síma undir stýri án þess að notast við handfrjálsan búnað.

Þeir eiga 5.000 króna sekt yfir höfði sér en einn þeirra, karl á fertugsaldri, þarf væntanlega að borga gott betur en það. Sá gerðist nefnilega líka sekur um svigakstur, ranga akreinanotkun, vanræsku á merkjagjöf og akstur gegn rauðu ljósi. Þess má ennfremur geta að maðurinn notaði ekki bílbelti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×