Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Fyrir skemmstu var hluti kvikmyndarinnar Justice League tekinn upp í Djúpavík. Myndin er ein fjölmargra stórra mynda sem brúkað hafa Ísland sem tökustað. Vísir/Jón Halldórsson/Jason Momoa/Twitter Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira