Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Fyrir skemmstu var hluti kvikmyndarinnar Justice League tekinn upp í Djúpavík. Myndin er ein fjölmargra stórra mynda sem brúkað hafa Ísland sem tökustað. Vísir/Jón Halldórsson/Jason Momoa/Twitter Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira