Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun