Fiskeldið styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júní 2014 10:47 Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun