Enski boltinn

Firmino: Vil berjast um titla með Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Firmino hefur komið við sögu í öllum leikjum Liverpool.
Roberto Firmino hefur komið við sögu í öllum leikjum Liverpool. vísir/getty
Roberto Firmino, Brasilíumaðurinn sem gekk í raðir Liverpool fyrir leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni, stefnir á að berjast um titla og spila í Meistaradeildinni með Liverpool.

Brassinn kom frá Hoffenheim og kostaði Liverpool 21,3 milljónir punda, en hann skoraði 49 mörk í 153 leikjum fyrir Hoffenheim í þýsku 1. deildinni.

Firmino hefur komið við sögu í öllum fjórum leikjum Liverpool á leiktíðinni en hefur ekki enn tekist að skora sitt fyrsta mark.

Hann er þó að upplifa drauminn að spila fyrir Liverpool því enska úrvalsdeildin var eitthvað sem hann stefndi á.

„Þetta er skrítið fyrir mig því áður en ég fór til Hoffenheim dreymdi mig um að spila á Englandi,“ segir Firmino í viðtali við tímarit félagsins.

„Það var samt ekki möguleiki þá. Síðan kom þetta upp fyrir nokkrum mánuðum síðan og ég vissi að Liverpool væri rétta félagið fyrir mig.”

„Sem fótboltamaður vill maður alltaf meira. Ég naut mín í Þýskalandi en ég vann ekkert. Þannig var næsta skref að ganga í raðir liðsins sem getur barist um titla og þess vegna kom ég til Liverpool.“

„Ég vil berjast um titla með Liverpool og spila í Meistaradeildinni. Þess vegna er algjör draumur að koma hingað,“ segir Roberto Firmino.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×