Erlent

Finnskir hjálparstarfsmenn skotnir til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Finnsku konurnar sátu í leigubíl í afganska bænum Herat þegar vopnaðir menn hófu skothríð.
Finnsku konurnar sátu í leigubíl í afganska bænum Herat þegar vopnaðir menn hófu skothríð. Vísir/AFP
Finnska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að tveir finnskir hjálparstarfsmenn hafi verið skotnir til bana í Afganistan.

Fréttastofan TT hafði áður staðfest að tveir erlendir hjálparstarfsmenn hefðu verið drepnir af óþekktum árásarmönnum í bænum Herat í vesturhluta Afganistan.

Konurnar voru í leigubíl þegar vopnaðir menn á mótorhjóli hófu skothríð en þær unnu fyrir hjálparstofnuninni International Assistance Mission sem hefur starfað í Afganistan frá 1996.

Í frétt Hbl segir að enginn hafi verið handteknir vegna árásarinnar en fjöldi glæpagengja og uppreisnarmanna talibana eru í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×