Innlent

Fimmtán íslenskar ísbúðir við Eystrasalt

Kristján Einarsson segir að stefnt sé að opna fimmtán Yoyo ísbúðir við Eystrasaltið á árinu.
Kristján Einarsson segir að stefnt sé að opna fimmtán Yoyo ísbúðir við Eystrasaltið á árinu. Mynd/GVA
Fyrirhugað er að 15 íslenskar Yoyo-jógúrtísbúðir verði opnaðar í Eystrasaltslöndunum á þessu ári. Fyrstu þrjár búðirnar opna í Ríga í Lettlandi í lok júlí. „Það er bara gaman að því að við séum að bæta við okkur,“ segir Kristján Einarsson, einn af eigendum Yoyo-ísbúðanna.

Að sögn Kristjáns er stefnt að því að Yoyo-ísbúðirnar verði opnaðar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og svo í kjölfarið í Skandinavíu.

Hópur erlendra fjárfesta í Lettlandi stendur að baki útrás Yoyo. „Dóttir eins þeirra kom til okkar á Íslandi og benti þeim á að þetta væri það sem vantaði við Eystrasaltið og í Evrópu.“

Kristján segir að lítil jógúrtísmenning sé í Evrópu en að mikill vöxtur sé í þessum geira í Bandaríkjunum, þar séu líklega um tvö hundruð jógúrt-ískeðjur. „Vonandi mun okkur ganga jafnvel í Evrópu og þetta gengur í Bandaríkjunum. Ég er viss um að þetta mun falla vel í kramið.“

- mmf



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×