FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Fimmta tap Drekanna í röđ

 
Körfubolti
19:50 26. FEBRÚAR 2016
Hlynur í leik međ Sundsvall Dragons.
Hlynur í leik međ Sundsvall Dragons. VÍSIR/VALLI

Sundsvall Dragons tapaði sínum fimmta leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn fyrir Malbas á útivelli, 98-89.

Sundsvall hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar en er þó enn í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig. Liðið er þó nokkuð frá því nú að fá heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem Borås, næsta lið fyrir ofan, er með fjögurra stiga forystu á Drekana og á leik til góða.

Hlynur Bæringsson var að venju í stóru hlutverki hjá liðinu og átti góðan leik. Hann skoraði 22 stig, var markahæsti maður liðsins ásamt Charles Barton, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 37 mínútum.

Sundsvall byrjaðu mun betur og leiddi í hálfleik, 43-27, en sóknarleikur Malbas fór á mikið flug í síðari hálfleik og náði liðið forystunni snemma í fjórða leikhluta.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Fimmta tap Drekanna í röđ
Fara efst