SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ NÝJAST 00:54

„Ég mćtti vera kona“

FRÉTTIR

Fimmta tap Drekanna í röđ

 
Körfubolti
19:50 26. FEBRÚAR 2016
Hlynur í leik međ Sundsvall Dragons.
Hlynur í leik međ Sundsvall Dragons. VÍSIR/VALLI

Sundsvall Dragons tapaði sínum fimmta leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn fyrir Malbas á útivelli, 98-89.

Sundsvall hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar en er þó enn í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig. Liðið er þó nokkuð frá því nú að fá heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem Borås, næsta lið fyrir ofan, er með fjögurra stiga forystu á Drekana og á leik til góða.

Hlynur Bæringsson var að venju í stóru hlutverki hjá liðinu og átti góðan leik. Hann skoraði 22 stig, var markahæsti maður liðsins ásamt Charles Barton, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 37 mínútum.

Sundsvall byrjaðu mun betur og leiddi í hálfleik, 43-27, en sóknarleikur Malbas fór á mikið flug í síðari hálfleik og náði liðið forystunni snemma í fjórða leikhluta.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Fimmta tap Drekanna í röđ
Fara efst