FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Fimm mörk og átta stiga forysta hjá Barcelona | Sjáiđ ţrennuna hjá Messi

 
Fótbolti
22:22 03. MARS 2016

Barcelona átti ekki miklum vandræðum með að auka forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka útisigur á Rayo Vallecano. Rayo Vallecano endaði leikinn með níu menn á vellinum.

Lionel Messi skoraði þrennu í leiknum en Ivan Rakitić og Arda Turan skoruðu hin mörkin.

Luis Suárez, markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar, komst ekki á blað í leiknum en hann klikkaði meðal annars á vítaspyrnu á 69. mínútu en staðan var þá 3-1 fyrir Barcelona.

Ivan Rakitić skoraði fyrsta markið á 22. mínútu og Lionel Messi bætti við öðru marki aðeins mínútu síðar. Messi kom Barcelona síðan í 3-0 á 53. mínútu áður en Manucho minnkaði muninn fyrir Rayo Vallecano.

Lionel Messi kórónaði þrennu sína á 72. mínútu og Arda Turan skoraði að lokum fimmta markið fjórum mínútum fyrir leikslok.

Rayo Vallecano, missti Diego Llorente af velli með rautt spjald á 42. mínútu og endaði með níu menn á vellinum eftir að Manuel Iturra fékk rautt spjald á 67. mínútu.

Barcelona hefur nú átta stiga forystu á Atlético Madrid á toppi spænsku deildarinnar.

Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona-liðsins í spilaranum hér fyrir ofan.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Fimm mörk og átta stiga forysta hjá Barcelona | Sjáiđ ţrennuna hjá Messi
Fara efst