Erlent

Fimm létust í flugslysi í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/AFP
Fimm létu lífið þegar einkaflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak í Melbourne í Ástralíu í dag. Um var að ræða fjóra Bandaríkjamenn í fríi og flugmann flugvélarinnar. Flugvélin, sem var af tegundinni Beechcraft King Air, brotlenti á verslunarmiðstöð eftir að vandræði komu upp með hreyfla hennar skömmu eftir flugtak.

Hún er sögð hafa sprungið í loft upp við lendingu, en verslunarmiðstöðin var ekki opin enn og því sakaði engan þar.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni átti að fljúga flugvélinni til King eyju þar sem ferðamennirnir ætluðu að spila golf. Flugmaðurinn var með áratuga reynslu í flugi, samvkæmt BBC, og rak lítið fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni á flugvellinum.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu hefur slysið nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×