Erlent

Fimm létu lífið í flóðum í Texas

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá flóðum í Bandaríkjunum fyrr í apríl.
Frá flóðum í Bandaríkjunum fyrr í apríl. Vísir/Getty
Eldri kona og fjögur barnabörn hennar létu lífið í flóðum í Texas í dag. Eins er saknað, en óveður leiddi til fellibylja, hagléls og mikillar rigningar víða í Bandaríkjunum. Konan og börnin þurftu að yfirgefa heimili konunnar þar sem vatn var komið upp undir þak. Þau komust út en drukknuðu í flóðinu.

Þau voru íbúar bæjarins Palestine þar sem rigning mældist 19 sentímetrar á innan við einum klukkutíma samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Bæjarstjóri Palestine sagðist aldrei hafa séð svo mikla rigningu áður. Þá hefði hann einnig séð flóð myndast jafn hratt.

Konan sem lét lífið var 64 ára gömul og börnin voru sex, sjö, átta og níu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×