Innlent

Fimm ár frá árásunum í Ósló og Útey: Minningarathöfn í Vatnsmýri

Atli Ísleifsson skrifar
Alls fórust 78 manns í árásunum í Ósló og Útey þann 22. júlí 2011.
Alls fórust 78 manns í árásunum í Ósló og Útey þann 22. júlí 2011. Vísir/AFP
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir árlegri minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkanna í Ósló og Útey í dag. Athöfnin fer fram við minningarlundinn í Vatnsmýri klukkan 17:30.

Í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum segir að safnast verði saman við Norræna húsið og gengið saman að minningarlundinum.

Matthew Deaves, ungur jafnaðarmaður, mun segja nokkur orð í minningu bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt var fyrr í sumar. Þá mun Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og baráttukona gegn hatursorðræðu, flytja hugvekju og tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn flytja nokkur lög og leiða samsöng.

Alls fórust 78 manns í árásunum í Ósló og Útey þann 22. júlí 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×