Lífið

Nærfatalína Ronaldo til íslands

Marín Manda skrifar
Ronaldo er átrúnaðargoð margra fóboltastráka víða um heim.
Ronaldo er átrúnaðargoð margra fóboltastráka víða um heim.
Ágúst Guðmundsson, sölustjóri JBS á Íslandi, segir mikla eftirvæntingu ríkja fyrir nærfatalínunni CR7.

„Metnaðurinn í nærfatalínunni liggur ekki eingöngu hjá JBS heldur einnig hjá Ronaldo sjálfum sem kom að allri hönnun og framleiðslu því hann þurfti að leggja blessun sína á vörurnar,“ segir Ágúst Guðmundsson, sölustjóri JBS, á Íslandi.

Nýja nærfatalínan ber nafnið CR7 sem eru upphafsstafir nafns portúgölsku knattspyrnuhetjunnar Christianos Ronaldo. Línan er sprottin af samstarfi hans við bandaríska fatahönnuðinn Richard Chai sem áður hafði hannað fyrir Marc by Marc Jacobs.

CR7-línan leggur ríka áherslu á yngri viðskiptavini en í línunni eru nærföt fyrir unga stráka, unglinga og fullorðna. Nærfötin eru væntanleg í verslanir í nóvember og munu fást í fjölmörgum litasamsetningum. „Danska fyrirtækið JBS hefur lagt mikið í þessa nærfataherferð en fyrirtækið er mjög rótgróið og þekkt fyrir mikil gæði,“ segir Ágúst að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×