Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. maí 2013 18:23 Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira