Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. maí 2013 18:23 Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira