Fíkniefni seld í lokuðum grúppum á Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. maí 2013 18:23 Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um hörð fíkniefni, dreifingu þeirra og verð, í lokuðum grúppum á Facebook. Þar má nálgast efni á borð við kókaín og amfetamín. Yfirlæknir á Vogi segir skipulag slíkrar starfsemi á samskiptamiðlum koma sér á óvart og hvetur foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Meðlimir Facebook-grúppunnar sem fréttastofa 365 skoðaði skipta hundruðum. Þar er að finna fólk á öllum aldri, þó mest megnis ungt fólk eða allt niður í fimmtán ára gamla einstaklinga. Í grúppunni skiptast notendur á upplýsingum um hin ýmsu fíkniefni, hverjir selja hvað og hvað skammtarnir kosta. Flestum færslum fylgja símanúmer. Kannabis er afar áberandi þegar flett er í gegnum færslur meðlima. Oftar en ekki má finna upplýsingar um nýlegar sendingar, ástand efnisins og verð. Einnig er að finna hörð efni á borð við kókaín og spítt. Læknadóp er einnig auglýst til sölu. Þar á meðal er Concerta, örvandi lyf sem skylt er rítalíni og amfetamíni. Hið sama má einnig segja um Rítalín Uno en því er oft sprautað beint í æð. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig nálgast megi efnin Emma og bláa höfrunginn, þetta eru samnefnarar fyrir alsælu. Þá er að finna ítarlegar upplýsingar um verð á neysluskömmtum. Ef kannabis er tekið sem dæmi þá kostar grammið 3.500 krónur. Verð á kókaíni er nokkuð á reiki eða á bilinu tólf til tuttugu þúsund krónur grammið. Sama magn af amfetamíni er falt fyrir 4- til 5.000 krónur. Ofskynjunarlyfið LSD, sem er oftast selt í litlum pappírssneplum, fer á 1.500 til 3.000 krónur stykkið. mynd/skjáskot „Við höfum vitað af því að Facebook er notuð til þess að dreifa vímuefnum í langan tíma en hér er bent á að þetta sé gert með mjög skipulögðum hætti. Og það eru ekki góðar fréttir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn bendir á að aukið aðgengi að kannabis- og vímuefnum muni vafalaust leiða til aukinnar neyslu. Þetta hafi verið viðvarandi vandamál síðustu áratugi eða allt frá því að farsíminn leit dagsins ljós og internetið í kjölfarið. „Ef þetta er gerast núna á Facebook með skipulögðum hætti og á bak við þetta er skipulögð glæpastarfsemi þá er þetta mjög alvarlegt mál. Grunnurinn að forvarnastarfinu í landinu er starf foreldra og lögreglunnar í þessum málum. Og foreldrar, þeir eru lykillinn að forvarnarstarfi og þeir verða að fylgjast með börnunum sínum hvað þetta varðar.“ mynd/skjáskot
Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira