Fíklar hljóti aukin réttindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Helgi HRafn Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir