FH-ingar björguđu stigi undir lokin á móti botnliđinu

 
Handbolti
21:19 15. MARS 2017
Jóhann Birgir Ingvarsson.
Jóhann Birgir Ingvarsson. VÍSIR/ANTON

Botnliðið Framara var nálægt því að taka öll stigin með sér úr Kaplakrika í kvöld þegar liðið mætti FH í 23. umferð Olís-deild karla í handbolta.

Heimamenn í FH tryggðu sér 27-27 jafntefli með því að vinna lokakafla leiksins 6-2. Framarar voru 25-21 yfir þegar rúmar sex mínútur voru eftir.

Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði jöfnunarmark FH-inga en Framarar fengu lokasókn leiksins og Arnar Birkir Hálfdánsson var nálægt því að tryggja Safamýrarliðinu sigurinn.

FH-ingar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn og 13-12 yfir í hálfleik en frábær seinni hálfleikur kom Framliðinu í mjög góða stöðu.
 
Fram var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar en FH-ingar í öðru sæti. Það munaði níu sætum og þrettán stigum á liðunum í töflunni en Framarar létu það ekki stoppa sig í þessum leik.

FH-ingar hafa spilað frábærlega eftir HM-fríið og voru farnir að gera sig líklega til að berjast við Hauka um deildarmeistaratitilinn. FH-liðið tapaði síðasta leik sínum en náði að bjarga öðru stiginu í kvöld.

Arnar Birkir Hálfdánsson átti mjög góðan leik fyrir Fram og skoraði níu mörk en Andri Þór Helgason var með fimm mörk.

Óðinn Þór Ríkharðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu öll fimm mörk fyrir FH í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / FH-ingar björguđu stigi undir lokin á móti botnliđinu
Fara efst