SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

FH-ingar ađ semja viđ fćreyskan landsliđsmann

 
Íslenski boltinn
23:10 15. JANÚAR 2016
Sonni Ragnar Nattestad stekkur hér hćst í landsleik međ Fćreyjum.
Sonni Ragnar Nattestad stekkur hér hćst í landsleik međ Fćreyjum. VÍSIR/GETTY

Færeyska fréttasíðan joanisnielsen.fo segir frá því í kvöld að færeyski landsliðsmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad sé búinn að gera samning við Íslandsmeistara FH.

Jn.no segir frá því að Sonni Ragnar Nattestad hafi farið til Íslands í dag til að ganga frá tveggja ára samningi við Hafnarfjarðarliðið.

Sonni Ragnar Nattestad er 21 árs gamall og 197 sentímetrar á hæð. Hann spilar sem miðvörður en getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Sonni Ragnar hefur verið án félags en lék síðast með danska félaginu FC Midtjylland.

Nattestad var lánaður til bæði AC Horsens og Vejle BK þessi tvö tímabil hans með Midtjylland.

Sonni Ragnar Nattestad á að baki tólf landsleiki fyrir Færeyjar. Hann byrjaði alla tíu leiki liðsins í undankeppni EM 2016 þar á meðal sigurleikina tvo á móti Grikkjum.

Sonni Ragnar verður annar færeyski landsliðsmaðurinn hjá FH því fyrir hjá liðinu er landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen sem kom til liðsins frá Stjörnunni í vetur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / FH-ingar ađ semja viđ fćreyskan landsliđsmann
Fara efst