Viðskipti innlent

Fermetrinn dýrastur á Seltjarnarnesi, ódýrastur á Flateyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fermetrinn í miðborg Reykjavíkur kostar 403.236 krónur samkvæmt samantekt Salvars Þórs Sigurðssonar.
Fermetrinn í miðborg Reykjavíkur kostar 403.236 krónur samkvæmt samantekt Salvars Þórs Sigurðssonar. Vísir
Meðalfermetraverð á Íslandi er 229.630 krónur, meðalfasteignin kostar 30.921.795 krónur, fermetrinn er dýrastur á Seltjarnarnesi en ódýrastur á Flateyri.

Þetta eru niðurstöður útreikninga Salvars Þórs Sigurðssonar, tölvunarfræðings, en hann tók alls 2.594 íbúðir sem skráðar eru á fasteignavef Vísis og setti þær inn í Excel-skjal.

Þær íbúðir sem um ræðir eru á milli 40 og 400 fermetrar að stærð og eru tveggja til sjö herbergja. Útreikningarnir miðast við uppgefið verð á fasteignavefnum sem er ekki endilega það verð sem greitt er á endanum fyrir eignina.

Fermetrinn kostar mest á Seltjarnarnesi, 403.236 krónur. Í næstu sætum á eftir koma Garðabær, Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en fermetraverð í höfuðborginni er 345.231 krónur.

 

Ódýrasti fermetrinn á Flateyri

Það vekur nokkra athygli að fermetrinn er svo 1.153 krónum dýrari á Akureyri heldur en í Hafnarfirði, þar sem hann kostar 257.710 krónur en 258.863 krónur fyrir norðan.

Ódýrasti fermetrinn er svo á Flateyri á Vestfjörðum þar sem hann kostar 51.354 krónur samkvæmt útreikningum Salvars. Fermetrinn er næstódýrastur á Ólafsfirði, þar sem hann kostar 92.440 krónur.

Hlíðahverfi dýrara en Vesturbærinn

Salvar kannaði líka fermetraverð innan Reykjavíkur sem er langhæst í miðborginni. Fermetrinn þar kostar 403.076 krónur. Næst kemur Hlíðahverfi þar sem fermetrinn kostar 374.225 krónur og svo Vesturbærinn þar sem verðið er 344.057 krónur.

Fermetrinn er ódýrastur á Kjalarnesi þar sem hann kostar 226.681 krónu. Fermetrinn er líka ódýr í Breiðholtinu; í póstnúmeri 111 kostar hann 237.023 krónur og í póstnúmeri 109 238.029 krónur.

Hægt er að sjá alla útreikninga Salvars hér að neðan.


Tengdar fréttir

Veruleg hækkun fasteignaverðs

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×