Innlent

Ferðamenn fastir á Lágheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
En er mikill snjór á heiðinni og hefur hún ekki verið rudd.
En er mikill snjór á heiðinni og hefur hún ekki verið rudd.
Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að aðstoða erlenda ferðamenn, sem sátu í föstum bíl sínum á Lágheiði, á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Ekkert amaði að ferðamönnunum og var bíll þeirra dreginn til byggða, en mikill snjór enn á heiðinni og hefur hún ekki verið rudd, enda liggur alfaraleið nú um Héðinsfjarðargöng.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort lokunin var tilkynnt með viðeigandi skiltum, en engin lokunarskilti voru við Eyjafjarðarleið, þar sem erlendir ferðamenn lentu í vandræðum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×