Innlent

Ferðalangarnir komnir í leitirnar - aðrir fjórir týndir

MYND/Friðrik Páll
Ferðalangarnir sem sagt var frá fyrr í dag og áttu að vera týndir á gossvæðinu eru í góðu yfirlæti á Gullfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Hinsvegar hafa nú borist fregnir af fjórum öðrum ferðalöngum sem ekki er vitað hvar eru staddir.

Fólkið fór frá Höfn í morgun á tveimur bílum og nú þykir ljóst að þeir hafa ekki farið fram hjá lokunarpósti á veginum hjá Skaftafelli sem liggur inn á öskusvæðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×