Fer Aron ekki til London? Guðjón Guðmundsson skrifar 21. júlí 2012 21:13 Nordicphotos/Bongarts Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel? Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel?
Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira