Fótbolti

Fengum Baldur til að leysa Hallgrím af hólmi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tveir fyrrverandi leikmenn Völsungs skipta um lið um áramótin.
Tveir fyrrverandi leikmenn Völsungs skipta um lið um áramótin. vísir/andri marinó/afp
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, er einn af fáum leikmönnum sem danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE ætlar að bæta við sig í vetrarfríinu.

Eftir 8. desember fer danska deildin í frí til lok febrúar og fær SönderjyskE til liðs við sig Baldur Sigurðsson sem samdi við liðið á dögunum.

Hans Jörgen Haysen, yfirmaður knattspyrnumála hjá SönderjyskE, er mjög ánægður með hópinn og ætlar að reyna að halda honum saman í vetrarfríinu.

Hann missir þó einn besta mann liðsins undanfarin ár til OB, en íslenski landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson er búinn að semja við OB.

„Það er ljóst að Hallgrímur fer til OB, en við fengum Baldur Sigurðsson í hans stað. Ég held við bætum ekki við mikið fleirum. Kannski einum til tveimur leikmönnum,“ segir Haysen.

SönderjyskE er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum með 18 stig eftir fjórtán umferðir. Það er aðeins búið að vinna þrjá leiki en hefur gert níu jafntefli. Það tapaði síðast leik í ágúst.


Tengdar fréttir

Baldur: Er ekki alveg að átta mig á þessu

"Þetta var klárt fyrir helgi en félagið vildi geyma það fram yfir helgi að tilkynna um samninginn. Ég er himinilifandi með þetta," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, en hann yfirgefur félagið um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×