Lífið

Fengu sér sömu klippinguna til að leika á kennarann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottir.
Flottir.
Börn eru oftar en ekki með einstaklega fallegan huga og sjá oftast engan mun á hvort öðru, hvort sem þau eru hvít, brún, dökkhærð eða rauðhærð.

Lydia Rosebush á 5 ára gamlan son sem heitir Jax. Jax og besti vinur hans Reddy eyða miklum tíma saman.

Þegar Rosebush tilkynnti syni sínum að hann væri á leiðinni í klippingu bað drengurinn um sömu klippingu og besti vinur hans. Hann vildi vera snoðaður eins og Reddy, og einungis til að hrekkja kennarinn sinn.

Hún myndi nefnilega ekki þekkja muninn á þeim ef þeir væru báðir með sömu klippinguna. Þessi saga hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn í vikunni og hafa margir deilt mynd af þeim félögunum saman.

Hér að neðan má sjá færsluna frá mömmu Jax og ég að ofan má sjá mynd af bestu vinunum með sömu klippinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×