Innlent

Fékk sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ræna Dalsnesti

Randver Kári Randversson skrifar
Sigurður Lárusson, eigandi Dalsnestis.
Sigurður Lárusson, eigandi Dalsnestis.
Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa rænt söluturninn Dalsnesti í Hafnarfirði þann 10. mars. Maðurinn játaði að hafa framið ránið við þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum.

Þann 10. mars fór maðurinn inn í söluturninn með lambhúshettu á höfði, vopnaður felgulykli og skipaði starfsmanni að afhenda sér allt reiðufé sem var í afgreiðslukassanum, samtals 116000 krónur.

Ránið vakti nokkra athygli og birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meðal annars upptöku úr öryggismyndavél til að fá aðstoð almennings að hafa uppi á manninum.


Tengdar fréttir

Játaði ránið í Dalsnesti

Ránið vakti nokkra athygli og birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meðal annars upptöku úr öryggismyndavél til að fá aðstoð almennings að hafa uppi á manninum.

Myndband af ráninu í Dalsnesti

Í myndskeiðinu má sjá ræningjann, sem er um 180 sm á hæð. Hann var klæddur í hettuúlpu, ljósgráar joggingbuxur og dökka Converse-skó.

Mikið reiðufé í versluninni

Maðurinn sem rændi verslunina Dalsnesti í Hafnarfirði í gær er enn ófundinn og lögreglu hefur ekki borist neinar vísbendingar um hann. Töluvert reiðufé var í kassanum þar sem verslunin tekur ekki við greiðslukortum.

Hafði pening með sér á brott úr Dalsnesti

"Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, segir Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar Dalsnesti í Hafnarfirði, um vopnað rán í versluninni um klukkan 21 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×