Fékk nær tvöfaldan reikning frá þeim sem seldu ekki eignina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:28 Ásdís, til vinstri, segist hafa leiðrétt mistökin um leið og hún komst að þeim. Eva, til hægri, segir auglýsingakostnaðinn strax hafa hringt bjöllum hjá sér. Vísir / Samsett mynd „Mér hrís hugur við að hugsa um það hversu margir lenda í svona svínaríi og borga bara brúsann án athugasemda,“ skrifar Eva Skarpaas á bloggsíðu sína um samskipti sín við fasteignasölu Húsaskjól sem var með húseign foreldra hennar í einkasölu um átta mánaða skeið.Lækkaði reikninginn um 109 þúsundForeldrar Evu skiptu um fasteignasölu eftir nokkra mánuði en fengu 227.155 króna reikning frá fasteignasölunni sem ekki náði að selja eignina. Reikningurinn átti hinsvegar eftir að lækka umtalsvert eftir að Eva blandaði sér í málið en lokareikningur hljóðaði upp á 109.185 minna en upphaflega reikningurinn. Eva birtir tölvupóstsamskipti sín við fasteignasöluna og rekur símtöl sem hún átti við starfsmann hennar. Reikningurinn sem hún var ósátt við 112 þúsund króna auglýsingakostnað. Þegar málið var hinsvegar kannað hafði fasteignasalan aðeins auglýst eignina einu sinni.Samningurinn skýr um annan kostnaðÍ samtali við Vísi segir Eva að annar kostnaður en auglýsingakostnaður hafi verið skýr í einkasölusamningnum. Kveðið var á um þjónustugjald ef samningnum yrði rift auk gjalds fyrir gagnaöflun. Auglýsingakostnaðurinn hafi hinsvegar komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Þessi auglýsingakostnaður, það hringdi strax bjöllum,“ segir Eva. „Þetta voru algjörlega tölur út úr korti fyrir mér.“ Hún sendi fasteignasölunni póst fyrir hönd foreldra sinni og fór fram á skýringar.Úr 112 í 25 þúsund krónurLitlar skýringar fengust og bar fasteignasalinn því við að hún gæti ekki sent sundurgreindan reikning á þriðja aðila. Niðurstaðan var hinsvegar sú að aðeins ein auglýsing hafi birst og var samþykkt að lækka kostnaðinn úr 112 þúsund krónum niður í 25 þúsund krónur vegna þessa. Eva segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni sinni og segir að hátt í þrjátíu þúsund heimsóknir hafi verið á síðuna eftir að færslan birtist. Þá segist hún hafa fengið ógrinni af tölvupóstum frá fólki sem hefur lent í sambærilegri stöðu.Biðst afsökunar á mistökunum„Þetta er óskaplega leiðinlegt mál og ég bið viðkomandi innilega velvirðingar. Það er rétt að við gerðum mistök í þessu máli,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og sú sem átti í samskiptum við Evu vegna málsins, í tölvupósti til Vísis vegna málsins. Hún segir að verklagsreglum hafi verið breytt í kjölfar mistakana.Ásdís segir að mistökin hafi falist í því að auglýsingin vegna fasteignarinnar hafi verið tekin úr birtingu með stuttum fyrirvara þar sem eignin hafði selst. „Þetta eru algjörlega okkar mistök og höfum við í kjölfarið tekið upp nýtt vinnulag til að koma í veg fyrir samskonar mistök í framtíðinni,“ segir hún. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
„Mér hrís hugur við að hugsa um það hversu margir lenda í svona svínaríi og borga bara brúsann án athugasemda,“ skrifar Eva Skarpaas á bloggsíðu sína um samskipti sín við fasteignasölu Húsaskjól sem var með húseign foreldra hennar í einkasölu um átta mánaða skeið.Lækkaði reikninginn um 109 þúsundForeldrar Evu skiptu um fasteignasölu eftir nokkra mánuði en fengu 227.155 króna reikning frá fasteignasölunni sem ekki náði að selja eignina. Reikningurinn átti hinsvegar eftir að lækka umtalsvert eftir að Eva blandaði sér í málið en lokareikningur hljóðaði upp á 109.185 minna en upphaflega reikningurinn. Eva birtir tölvupóstsamskipti sín við fasteignasöluna og rekur símtöl sem hún átti við starfsmann hennar. Reikningurinn sem hún var ósátt við 112 þúsund króna auglýsingakostnað. Þegar málið var hinsvegar kannað hafði fasteignasalan aðeins auglýst eignina einu sinni.Samningurinn skýr um annan kostnaðÍ samtali við Vísi segir Eva að annar kostnaður en auglýsingakostnaður hafi verið skýr í einkasölusamningnum. Kveðið var á um þjónustugjald ef samningnum yrði rift auk gjalds fyrir gagnaöflun. Auglýsingakostnaðurinn hafi hinsvegar komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Þessi auglýsingakostnaður, það hringdi strax bjöllum,“ segir Eva. „Þetta voru algjörlega tölur út úr korti fyrir mér.“ Hún sendi fasteignasölunni póst fyrir hönd foreldra sinni og fór fram á skýringar.Úr 112 í 25 þúsund krónurLitlar skýringar fengust og bar fasteignasalinn því við að hún gæti ekki sent sundurgreindan reikning á þriðja aðila. Niðurstaðan var hinsvegar sú að aðeins ein auglýsing hafi birst og var samþykkt að lækka kostnaðinn úr 112 þúsund krónum niður í 25 þúsund krónur vegna þessa. Eva segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni sinni og segir að hátt í þrjátíu þúsund heimsóknir hafi verið á síðuna eftir að færslan birtist. Þá segist hún hafa fengið ógrinni af tölvupóstum frá fólki sem hefur lent í sambærilegri stöðu.Biðst afsökunar á mistökunum„Þetta er óskaplega leiðinlegt mál og ég bið viðkomandi innilega velvirðingar. Það er rétt að við gerðum mistök í þessu máli,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og sú sem átti í samskiptum við Evu vegna málsins, í tölvupósti til Vísis vegna málsins. Hún segir að verklagsreglum hafi verið breytt í kjölfar mistakana.Ásdís segir að mistökin hafi falist í því að auglýsingin vegna fasteignarinnar hafi verið tekin úr birtingu með stuttum fyrirvara þar sem eignin hafði selst. „Þetta eru algjörlega okkar mistök og höfum við í kjölfarið tekið upp nýtt vinnulag til að koma í veg fyrir samskonar mistök í framtíðinni,“ segir hún.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira