Innlent

Fékk áfallahjálp eftir að Range Rover-inn brann

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Frá vettvangi í morgun. Mildi þykir að eldurinn skuli ekki ná í nærliggjandi hús.
Frá vettvangi í morgun. Mildi þykir að eldurinn skuli ekki ná í nærliggjandi hús. Mynd/Skessuhorn
Bíll brann til kaldra kola á Akranesi í morgun. Eigandi bílsins var að ryðverja bílinn, sem er af gerðinni Range Rover, og var með rafmagnsofn í skotti bílsins meðan hann vann verkið. Eigandi bílsins brá sér frá í kaffipásu og þegar hann snéri aftur þá var bíllinn í ljósum logum.

Lögregla og slökkvilið var kallað á vettvang og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þá bendir allt til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsofninum.

Mildi þykir að eldur færði sig ekki yfir í nærliggjandi hús. Vindur var hagstæður og gekk vel að slökkva eldinn. Skessuhorn greinir frá því að slökkviliðið á Akranesi hafi notast við One-Seven slökkvibúnað en sá búnaður sjöfaldar áhrif vatns sem notað er til að slökkva eld.

Range Rover-inn er gjörónýtur. Eigandi bifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hann fékk áfallahjálp.

Bíllinn er gjörónýttur eftir brunann.Mynd/Skessuhorn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×