Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Guðjón er í þungum stól og segir það niðurlægjandi að halda hafi átt á honum inn í bíósalinn. Fréttablaðið/Ernir Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður. Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður.
Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00