Viðskipti innlent

Fastgengi Seðlabankans heldur ekki á millibankamarkaðinum

Fastgengi Seðlabankans á millibankamarkaðinum heldur ekki. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að hann ætlaði að halda genginu í vísitölunni 175 stigum en það virkar ekki.

Starfsmenn sem vinna á markðinum segja að Seðlabankinn hafi sett inn gjaldeyri á markaðinn í tveimur slumpum í dag en að það fé hafi verið ryksugað upp á augabragði.

Gífurleg eftirspurn er eftir gjaldeyri, bæði á millibankamarkaðinum og meðal fyrirtækja og almenning í landinu. Því hefur Seðlabankanum reynst ómögulegt að halda genginu í vísitölunni 175 stigum sem þýðir að evran er á 131 kr.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×