Innlent

Farþegarnir komust úr úr brennandi strætisvagni

Boði Logason skrifar
Strætisvagninn er mikið skemmdur, eins og sést á þessari mynd.
Strætisvagninn er mikið skemmdur, eins og sést á þessari mynd. mynd/friðrik þór
„Það voru fáir í vagninum og það komust allir út heilir á höldnu," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. Eldur kom upp í strætisvagni á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða í morgun en eldurinn kom upp í vélarrúmi bílsins.

Strætisvagninn er í eigu Hagvagna sem eru verktakar sem aka fyrir Strætó. „Allt sem við kemur tjóninu sjálfu er á hans borði. Við vinnum bara eftir ferla í sambandi við rýmingu vagnsins og öryggismál," segir Reynir. Eldsupptök eru ókunn en Reynir segir að yfirleitt þegar svona kemur upp þá komi gat á „glusaslöngur" og olía leki um vélina. „Þetta eru nú samt bara getgátur hjá mér, en það er yfirleitt skýringin, einhverskonar olía leki."

Reynir segir að annar strætisvagn hafi strax verið sendur á staðinn til að flytja farþegana sem voru í vagninum. Það voru þó flestir búnir að redda sér sjálfir. Slökkviliðið rannsakar nú eldsupptök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×