Viðskipti innlent

Farþegafjöldi WOW air jókst um 170 prósent í febrúar

Atli Ísleifsson skrifar
WOW air býður upp á viðskiptafarrými í fyrsta sinn.
WOW air býður upp á viðskiptafarrými í fyrsta sinn. Vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air flutti tæplega 167 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar, en er um 170 prósent aukning frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Sætanýting WOW var 87 prósent en það er sama sætanýting og í febrúar á síðasta ári.

„Sætanýtingin er sú sama þrátt fyrir 171% aukningu á sætaframboði í febrúar. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 239% í febrúar frá því á sama tíma í fyrra.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 337 þúsund farþega en það er 198% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

WOW air mun frá lok mars fljúga tvisvar á dag til London, Parísar og Amsterdam. Félagið hóf áætlunarflug til New York í lok nóvember á síðasta ári og munu svo bætast við leiðarkerfið; Miami í apríl og Pittsburgh í júní. WOW air mun einnig fljúga daglega til Los Angeles og San Francisco. Í ár mun félagið fljúga til níu áfangastaða í Norður-Ameríku og er flogið allan ársins hring,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×