Fótbolti

Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið út í Kína.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið út í Kína. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu.

Íslensku stelpurnar unnu Úsbekistan 1-0 í dag en höfðu áður gert 2-2 jafntefli við Kína og tapað fyrir Danmörku.

Blikinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum og varð því markahæsti leikmaður Íslands á mótinu með tvö mörk.

Íslenska liðið var mun betra liðið og fékk m örg góð marktækifæri sem nýttust ekki. Sigurinn var því öruggur þrátt fyrir markatöluna.

Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og hélt hreinu. Hún átti fremur rólegan dag í sínum fyrsta landsleik en greip vel inn í þegar við átti.

Mark Fanndísar kom með skoti fyrir utan teig á 64. mínútu leiksins. Góður markvörður Úsbeka misreiknaði skotið sem fór í markið.

Íslenska liðið spilaði leikaðferðina 4-5-1 í fyrri hálfleik en skipti svo í 3-5-2 í þeim seinni.

Íslensku stelpurnar eru nú á heimleik eftir mikla ævintýraför til Kína en íslenska liðið hóf þarna undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×