Fann bæði eiginmann og hljómsveit á Íslandi 15. apríl 2011 17:30 Nýr umboðsmaður Heather Kolker elskar bæði tónlist Of Monsters and Men og fólkið í hljómsveitinni. Hún er nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar og vinnur nú að því að koma henni á framfæri á erlendri grundu. fréttablaðið/Stefán Heather Kolker „Ísland er stór hluti af lífi mínu,“ segir Heather Kolker, nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sigurhljómsveitar Músíktilrauna í fyrra. Heather Kolker er gift flugumferðarstjóranum Bjarka Þór Haraldssyni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í byrjun árs. Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar tilkynnt var að Kolker væri orðin umboðsmaður Of Monsters and Men, en hún starfar hjá umboðsskrifstofunni Paradigm Agency í New York. Þar sér hún hún meðal annars um tónleikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Þetta er ný upplifun fyrir mig,“ segir hún. „Ég var að leita að hljómsveit lengi, en vildi ekki gera vera umboðsmaður nema ég myndi finna mjög sérstaka hljómsveit sem ég elska á allan hátt. Ég vildi ekki bara dá tónlistina, heldur líka sjá möguleika á því að hljómsveitin yrði farsæl. Þá vildi ég elska fólkið í hljómsveitinni, en slíkt er ekki auðvelt að finna í þessum bransa.“ Tónlist er stór hluti af lífi hjónanna Heather Kolker og Bjarka Þórs að hennar sögn, en hann kynnti hana fyrir tónlist Of Monsters and Men eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir. Hún sá svo hljómsveitina koma fram í Reykjavík og heillaðist strax. „Ég sá svo betur og betur að þetta var hljómsveitin sem ég hafði leitað að,“ segir Kolker. Heather Kolker segir að næsta skref Of Monsters and Men sé að koma fram í New York og sjá til þess að rétta fólkið úr tónlistarbransanum verði þar til að hlusta. Hún telur að vinsældir bresku hljómsveitarinnar Mumford and Sons í Bandaríkjunum opni dyrnar að þessum stóra og erfiða markaði fyrir Of Monsters and Men, enda tónlistarstefnurnar svipaðar. Hún hyggst vinna að því að koma tónlist hljómsveitarinnar með smekklegum hætti í sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar. Þaðan liggur löng og ströng leið í útvarp. „Mér sýnist fólk vera opið fyrir hljómsveitum sem eru ekki of mikið popp,“ segir Kolker. „Ég bind miklar vonir við Of Monsters and Men og er mjög bjartsýn.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Heather Kolker „Ísland er stór hluti af lífi mínu,“ segir Heather Kolker, nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sigurhljómsveitar Músíktilrauna í fyrra. Heather Kolker er gift flugumferðarstjóranum Bjarka Þór Haraldssyni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í byrjun árs. Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar tilkynnt var að Kolker væri orðin umboðsmaður Of Monsters and Men, en hún starfar hjá umboðsskrifstofunni Paradigm Agency í New York. Þar sér hún hún meðal annars um tónleikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Þetta er ný upplifun fyrir mig,“ segir hún. „Ég var að leita að hljómsveit lengi, en vildi ekki gera vera umboðsmaður nema ég myndi finna mjög sérstaka hljómsveit sem ég elska á allan hátt. Ég vildi ekki bara dá tónlistina, heldur líka sjá möguleika á því að hljómsveitin yrði farsæl. Þá vildi ég elska fólkið í hljómsveitinni, en slíkt er ekki auðvelt að finna í þessum bransa.“ Tónlist er stór hluti af lífi hjónanna Heather Kolker og Bjarka Þórs að hennar sögn, en hann kynnti hana fyrir tónlist Of Monsters and Men eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir. Hún sá svo hljómsveitina koma fram í Reykjavík og heillaðist strax. „Ég sá svo betur og betur að þetta var hljómsveitin sem ég hafði leitað að,“ segir Kolker. Heather Kolker segir að næsta skref Of Monsters and Men sé að koma fram í New York og sjá til þess að rétta fólkið úr tónlistarbransanum verði þar til að hlusta. Hún telur að vinsældir bresku hljómsveitarinnar Mumford and Sons í Bandaríkjunum opni dyrnar að þessum stóra og erfiða markaði fyrir Of Monsters and Men, enda tónlistarstefnurnar svipaðar. Hún hyggst vinna að því að koma tónlist hljómsveitarinnar með smekklegum hætti í sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar. Þaðan liggur löng og ströng leið í útvarp. „Mér sýnist fólk vera opið fyrir hljómsveitum sem eru ekki of mikið popp,“ segir Kolker. „Ég bind miklar vonir við Of Monsters and Men og er mjög bjartsýn.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira