Sport

Fálkarnir rifu í sig sjóræningjana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matt Ryan kastar boltanum í nótt.
Matt Ryan kastar boltanum í nótt. vísir/getty
Atlanta Falcons er heldur betur komið aftur á beinu brautina í NFL-deildinni en liðið valtaði yfir Tampa Bay Buccaneers, 43-28, í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar.

Atlanta er því búið að vinna sex leiki og tapa þremur. Tampa er búið að vinna þrjá leiki og tapa fimm.

Matt Ryan, leikstjórnandi Fálkanna, er búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur að margra mati og hann átti enn einn stórleikinn í nótt. Kláraði 25 af 34 sendingum sínum fyrir 344 jördum og 4 snertimörkum. Hann kastaði ekki neinum bolta frá sér.

Útherji Falcons, Julio Jones, var í banastuði og skoraði eitt snertimark og greip alls bolta fyrir 111 jördum. Devonta Freeman hljóp svo með boltann 77 jarda.

Leikstjórnandi Bucs, Jameis Winston, átti flottan leik. Kláraði 23 af 37 sendingum fyrir 261 jördum og 3 snertimörkum. Enginn tapaður bolti.

Útherjinn Mike Evans greip flesta af þessum boltum og átti tröllaleik með 150 gripna jarda og 2 snertimörk.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×