Lífið

Falin myndavél: Bandarískur glímukappi hrekkti aðdáendur sína

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Aðdáendur trúðu ekki sínum eigin augum þegar goðið þeirra stóð allt í einu fyrir framan þá.
Aðdáendur trúðu ekki sínum eigin augum þegar goðið þeirra stóð allt í einu fyrir framan þá. Vísir/WWE
Þó svo að bandaríski glímukappinn John Cena sé ekki mjög þekktur hér á landi er hann súperstjarna í heimalandinu. Hann hefur orðið heimsmeistari 15 sinnum á ferli sínum í tveimur mismunandi þyngdarflokkum og þykir ekkert að leika sér við í hringnum. Hann þykir þó afskaplega hjartahlýr og manngóður.

Hann stjórnar nú raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöð bandaríska glímusambandsins (WWE) og nýtti tækifærið til þess að koma aðdáendum sínum verulega á óvart með falinni myndavél.

John faldi sig á bak við heljarinnar auglýsingaskilti sem prýtt var ásjónu hans og inn voru fengnir hörðustu aðdáendur hans. Þeir héldu að þeir væru þar í prufum til þess að fá að kynna hann á svið í hringnum en annað kom upp á daginn. Þegar þau höfðu farið með prufukynningar sínar ruddist John í gegnum auglýsingaskiltið í öllu sínu veldi með tilheyrandi tilfinningaþrungna.

Falda myndavél John Cena má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×