Viðskipti innlent

Fáir einstaklingar nýta úrræði um sértæka skuldaaðlögun

Athygli vekur hve fáir einstaklingar hafa nýtt sér úrræði um sértæka skuldaaðlögun hjá bönkunum. Heildarfjöldinn er 437 einstaklingar og hafa 128 þeirra fengið úrlausn sinna mála en öðrum hefur verið hafnað eða mál þeirra eru enn í vinnslu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun. Í skýrslunni er að finna hugsanlegar skýringar á því afhverju fleiri hafa ekki nýtt sér þau úrræði sem einstaklingum standa til boða hvað skuldaaðlögun varðar.

Þar kemur m.a. fram að upphaflega hafi greiðslukortafyrirtækin ekki staðið að samkomulaginu sem gert var. Þar sem flestir lántakar skulda kortagreiðslur voru þeir útilokaðir strax af þeirri ástæðu. Í vor urðu svo greiðslukortafyrirtækin aðilar að samkomulaginu og mun það án efa leiða til þess að fleiri nýti sér úrræðin.

Þá segir að skuldir við ríki og sveitarfélög útiloka að úrræðið sé tækt fyrir marga, lántakendur telji oft og tíðum að almennu úrræðin dugi þeim og lántakendur hafi hikað við að nýta sér úrræðin þar sem stjórnvöld hafi gefið til kynna að fleiri slík væru á leiðinni.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×