Innlent

Fáir aðrir en ferðamenn mættu á mótmælin í gær

Bjarki Ármannsson skrifar
Ferðamaður fær mynd af sér með lögreglu.
Ferðamaður fær mynd af sér með lögreglu. Mynd/Jæja-hópurinn á Facebook
Tiltölulega fáir mættu á mótmæli á Austurvelli í gær sem boðuð voru á sama tíma og eldhúsdagsumræður Alþingis. Jæja-hópurinn svokallaði stóð að skipulagningu mótmælanna en miðað við viðbrögð á síðu viðburðarins á Facebook mættu innan við hundrað af þeim 410 sem boðað höfðu komu sína.

Í skilaboðum frá Jæja-hópnum segir að á einum tímapunkti hafi fólk tekið að streyma að en fljótlega hafi þó komið í ljós, þegar fólkið tjáði sig á útlenskum málum og bað um myndir af sér með lögreglunni, að um hóp ferðamanna, en ekki mótmælenda, væri að ræða.

Þar segir einnig að til standi að halda mótmælastarfinu áfram og minnt á að öll umræða sé mikilvæg þó fólk sjá sér ekki endilega fært að mæta á öll mótmæli. Sara Óskarsdóttir, einn forsvarsmanna Jæja-hópsins, sagði í samtali við Vísi í gær að sennilega væri komin mótmælaþreyta í fólk eftir fjölmenn mótmæli undanfarið, meðal annars á 17. júní.

Það komu fáir í kvöld, lögreglan sagði við okkur: "við erum fleiri en þið" :) En svo tóku, allt í einu, að streyma að...

Posted by Jæja on 1. júlí 2015

Tengdar fréttir

Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við

Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×