Innlent

Fagna ályktun borgarstjórnar um griðasvæði hvala

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bæði hvalaskoðun og hvalveiðar eru stunduð á Faxaflóa.
Bæði hvalaskoðun og hvalveiðar eru stunduð á Faxaflóa. Mynd/Hvalaskoðunarsamtök Íslands
Hvalaskoðunarsamtök Íslands fagna því að Reykjavíkurborg skuli skora á ríkisstjórnina um að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa, en borgarstjórn samþykkti samhljóða ályktun þess efnis í gær.

Hvalaskoðunarsamtökin hafa um árabil barist fyrir stækkun hvalaskoðunarsvæðisins í Faxaflóa en þar fer jafnframt stærstur hluti hrefnuveiða fram.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að stuðningur borgarstjórnar við stækkun griðasvæðisins sé áfangasigur og að sérstaklega ánægjulegt sé að hann sé þverpólitískur.

Vona samtökin að ályktun borgaryfirvalda muni hafa tilætluð áhrif, meðal annars þegar kemur að þingsályktun um mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×