Fær þrjár milljónir í bætur frá ríkinu þrátt fyrir að hafa brotið lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 17:24 Maðurinn starfaði hjá Seðlabanka Íslands. vísir/arnþór Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira