Enski boltinn

Fær Suarez sex leikja bann?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að kæra Luis Suarez, leikmann Liverpool, fyrir kynþáttaníð og gæti hann á endanum fengið sex leikja bann, að minnsta kosti.

Þetta er fullyrt í enska götublaðinu The Mirror í dag. Þar kemur fram að Suarez verði einnig mögulega sektaður en mál hans verður tekið fyrir á næstu vikum.

Liverpool, félag hans, birti í gær yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við Suarez. Hann sneri aftur til Liverpool í dag en búist er við því að hann muni svara ásökunum fullum hálsi enda hafi hann ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Suarez segir ekki hafa sagt neitt við Evra sem hann hafi ekki sjálfur fengið að heyra frá eigin liðsfélögum hjá Manchester United í leik liðanna fyrr í haust.

„Viðbrögð Evra komu meira að segja þeim á óvart,“ hefur Suarez látið hafa eftir sér um málið. Enskir fjölmiðlar hafa velt þeim möguleika upp að Suarez hafi kallað Evra „negrito“ sem er spænskumælandi Suður-Afríkumenn nota iðulega í sama samhengi og vinur eða félagi.

Það eina sem hefur fengist staðfest í þessu máli er að enska knattspyrnusambandið telur tilefni til að kæra Suarez fyrir að nota niðrandi orðalag um litarhátt Evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×