Fćr ekki nćgar upplýsingar um Hörpu

 
Viđskipti innlent
22:56 05. SEPTEMBER 2012
BBI skrifar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað reynt að nálgast upplýsingar um rekstur tónlistarhússins Hörpu og heildarbyggingarkostnað þess sem fram koma m.a. í rekstrarúttekt KPMG frá því í vor.

Kjartan telur að upplýsingarnar séu nauðsynlegar ef maður ætlar að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu Hörpunnar. Hann hefði haldið að úttektin rataði strax í hendur borgarfulltrúa og alþingismanna sem eru fyrir löngu byrjaðir að vinna að fjárhagsáætlunum og fjárlögum næsta árs, en þessir tveir aðilar eru raunverulegir eigendur Hörpunnar.


Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon MYND/VALGARĐUR

Illa hefur gengið hjá Kjartani að komast yfir umræddar upplýsingar og telur hann embættismenn hjá borginni standa því í vegi. Hann sá sér þann kost vænstan að taka málið upp á borgarstjórnarfundi í gær og leggja fram formlega bókun þar sem hann óskar m.a. eftir upplýsingum um heildarbyggingarkostnað við Hörpu og tend mannvirki og sundurliðun á áföllnum kostnaði, svo sem vegna lóðakaupa, glerhjúps auk launa og þóknunar til stjórnarmanna Austurhafnar.

Kjartan ræddi málin í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. Þar sagði hann meðal annars að mikilvægt væri að fá upplýsingar um heildarbyggingarkostnaðurinn við húsið er. Innslagið í heild má nálgast á hlekknum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Fćr ekki nćgar upplýsingar um Hörpu
Fara efst