Viðskipti innlent

Fær ekki nægar upplýsingar um Hörpu

BBI skrifar
Mynd/Anton Brink
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað reynt að nálgast upplýsingar um rekstur tónlistarhússins Hörpu og heildarbyggingarkostnað þess sem fram koma m.a. í rekstrarúttekt KPMG frá því í vor.

Kjartan telur að upplýsingarnar séu nauðsynlegar ef maður ætlar að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu Hörpunnar. Hann hefði haldið að úttektin rataði strax í hendur borgarfulltrúa og alþingismanna sem eru fyrir löngu byrjaðir að vinna að fjárhagsáætlunum og fjárlögum næsta árs, en þessir tveir aðilar eru raunverulegir eigendur Hörpunnar.

Kjartan MagnússonMynd/Valgarður
Illa hefur gengið hjá Kjartani að komast yfir umræddar upplýsingar og telur hann embættismenn hjá borginni standa því í vegi. Hann sá sér þann kost vænstan að taka málið upp á borgarstjórnarfundi í gær og leggja fram formlega bókun þar sem hann óskar m.a. eftir upplýsingum um heildarbyggingarkostnað við Hörpu og tend mannvirki og sundurliðun á áföllnum kostnaði, svo sem vegna lóðakaupa, glerhjúps auk launa og þóknunar til stjórnarmanna Austurhafnar.

Kjartan ræddi málin í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. Þar sagði hann meðal annars að mikilvægt væri að fá upplýsingar um heildarbyggingarkostnaðurinn við húsið er. Innslagið í heild má nálgast á hlekknum hér að ofan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×