ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 21:30

Valsmenn stefna á undanúrslitin í Áskorendabikar Evrópu

SPORT

Fabregas á leiđinni til Barcelona

 
Handbolti
20:15 07. MARS 2017
Fabregas í leiknum gegn Íslandi á HM.
Fabregas í leiknum gegn Íslandi á HM. VÍSIR/GETTY

Franska blaðið L'Equipe segist hafa heimildir fyrir því að línumaðurinn magnaði Ludovic Fabregas sé á leið til Barcelona.

Þessi tvítugi landsliðsmaður Frakklands spilar með Montpellier í heimalandinu. Samningur hans við franska félagið rennur út í sumar.

Montpellier reyndi að halda honum og PSG bauð þessum magnaða leikmanni einnig samning. L'Equipe segir aftur á móti að hann hafi frekar viljað fara til Barcelona.

Strákurinn sýndi magnaða takta á HM í janúar og ljóst að hann verður einn besti línumaður heims næstu fimmtán árin eða svo.

Fabregas verður þá annar leikmaðurinn sem Barcelona fær frá Montpellier en Barcelona er líka búið að semja við slóvensku skyttuna Jure Dolenec.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fabregas á leiđinni til Barcelona
Fara efst