Innlent

Fá skip á sjó

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/GVA
Sárafá fiskiskip eru á sjó vegna óveðurs og slæmrar veðurspár. Nú er spáð stormi á 15 af 17 spásvæðum á hafinu umhverfis landið og Veðurstofan varar við mikilli ísingu á  Gærnlandssundi og Norðurdjúpi og fárviðri geysar nú á Vestfjarðamiðum og Grænlandssundi.

Engir togarar eru á þeim slóðum, samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og ekki er vitað til að neitt skip hafi orðið fyrir áföllum í óveðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×