Innlent

Fá leyfi til olíuleitar og olíuvinnslu í allt að 46 ár

Drekaútboðið sem nú stendur yfir er ekki aðeins um olíuleit heldur einnig um rétt til olíuvinnslu í samtals allt að 46 ár. Bæði iðnaðarráðherra og verkefnisstjóri olíuleitarinnar segja það misskilning að íslensk stjórnrnvöld geti ákveðið síðar hvort ráðist verði í olíuvinnslu.

Í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi kvaðst formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, styðja rannsóknir á Drekasvæðinu en ákvörðun um olíuvinnslu væri síðari tíma ákvörðun.

Hér virðist einhver misskilningur á ferðinni, segir Kristinn Einarsson, verkefnisstjóri olíuleitarinnar. Í útboðinu sé nefnt að verið sé að bjóða út bæði rannsóknar- og vinnsluleyfi. Það hangi saman. Það gangi ekki upp að einhver aðili fái rannsóknarleyfi og svo geti hann búist við að fá ekki vinnsluleyfi.

Olíufélögum verður samkvæmt Drekaútboðinu útboðinu úthlutað í haust rannsóknarleyfi til allt að tólf ára með möguleika á framlengingu um fjögur ár en síðan vinnsluleyfi til allt að þrjátíu ára. Það er því verið að úthlutað sérleyfum til allt 46 ára.

„Menn fara ekki í það að bjóða út leyfi sem fyrirtæki á alþjóðavísu væntanlega taka upp og hyggjast eyða tugum og jafnvel hundruðum milljarða til að leita að olíu á mjög erfiðu svæði til að segja svo við þau: Nei heyrðu, þetta var allt saman grín. Við vorum bara svona að skoða þetta. Nei, að sjálfsögðu ekki. Það er full alvara í þessu," segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×