Fá hvergi pláss hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskóla: „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2017 20:00 Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent