Viðskipti innlent

Fá 260 milljónir frá Evrópusambandinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkefnið er rekið við Hellisheiðavirkjun.
Verkefnið er rekið við Hellisheiðavirkjun. Mynd/ GVA.
CarbFix vísindaverkefnið, sem rekið er við Hellisheiðarvirkjun, hefur fengið um 260 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Það er orkurannsóknahluti 7. rammaáætlunar ESB, sem hefur svo mikla trúa á verkefninu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Verkefnið hlaut hæstu einkunn fjölmargra verkefna sem sóttu um stuðning. Koltvísýringur er algengasta gróðurhúsalofttegundin og er ætlunin að sýna fram á að hægt sé að binda hann á föstu formi djúpt í hraunlögum í nágrenni virkjunarinnar.  Koltvísýringur er á meðal þeirra jarðhitalofttegunda sem eru í jarðhitagufunni. Áformað er að leysa  koltvísýringinn upp í vatni og veita niður í borholu, sem þegar hefur verið boruð í Svínahrauni við Þrengslavegamótin.

Verkefnisstjórn er í höndum Orkuveitu Reykjavíkur og Háskóli Íslands fer fyrir vísindaráði verkefnisins. Aðrir samstarfsaðilar eru Columbia háskóli í Bandaríkjunum og Rannsóknarráð franska ríkisins og nú bætast Kaupmannahafnarháskóli og spænska ráðgjafafyrirtækið AMPHOS 21 í hópinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×