Viðskipti erlent

Hlutabréf japanskrar bruggverksmiðju hækka

Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig.

Viðskipti erlent

Mesta verðfall á olíu í sjö ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og fann kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo einna mest fyrir þeirri lækkun en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 22 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar um að tap yrði væntanlega á rekstrinum á nýafstöðnum ársfjórðungi í fyrsta sinn í tæp þrjú ár.

Viðskipti erlent

Glitnir fær vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum

Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis.

Viðskipti erlent

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum þingfest í dag

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum verður þingfest í dag fyrir dómstóli (High Court) í London. Lögmenn Kaupþings munu leggja fram ákæruskjal þar sem breska stjórnin er ásökuð um að hafa ekki farið að lögum þegar hún neyddi Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi í þrot þann 8. október s.l..

Viðskipti erlent

Kreppir að hjá auðkýfingi

Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda,

Viðskipti erlent

Belgíska stjórnin samþykkir Kaupþingssjóð

Ríkisstjórn Belgíu samþykkti í dag að stofna sérstakan tryggingarsjóð fyrir innistæðueigendur hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Munu belgísk stjórnvöld veita 75 til 100 milljónum evra eða allt að tæplega 17 milljörðum kr. til sjóðsins.

Viðskipti erlent

Salan hjá Debenhams minnkaði um 3,3%

Salan hjá verslanakeðjunni Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, minnkaði um 3,3% á síðasta ársfjórðungi ársins 2008. Þá tilkynnti verslankeðjan Next að salan hjá þeim hefði minnkað um 7% á síðustu sex mánuðum.

Viðskipti erlent

Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp

Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig.

Viðskipti erlent