Körfubolti

Fréttamynd

Fengið nóg af því að vera rusla­­­kista fyrir við­bjóð frá fólki

„Þetta er bara komið gott,“ segir körfu­bolta­dómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig full­saddan af ó­fyrir­leitnum skila­boðum. Að­kasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst um­breytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona á­reiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skít­kastið upp á yfir­borðið. Þá fyrst sé mögu­leiki á því að þeir sem sendi slík skila­boð sjái að sér.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brun­son skaut Phila­delphia í kaf

New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Höfum verið að bíða eftir þessu“

„Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna.

Körfubolti