Sport

Rúnar Már fann neistann

At­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Rúnar Már S. Sigur­jóns­son. Ætlar að láta til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hann fann að neistinn var til staðar til að snúa aftur heim í ís­lenska boltann. Hann er ekki mættur hingað til lands í frí og hefur skrifað undir samning við ÍA. Tíðindi sem var lengi beðið eftir en það var góð og gild á­stæða fyrir því.

Íslenski boltinn

Mikil spenna fyrir Bakgarðshlaupinu um helgina

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram um helgina. Hlaupið sem er löngu búið að festa sig í sessi hjá landsmönnum sem eitt mest spennandi hlaup landsins gengur út á að hlaupa sama 6,7 kílómetra hringinn á klukkutíma fresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er.

Sport

Kalla eftir því að brjósta­haldararnir séu teknir al­var­lega

Keppniskonur í íþróttum nota flestar svokallaða íþróttabrjóstahaldara (Sports Bra) eða íþróttatoppa í keppni en ný rannsókn meðal íþróttakvenna í Ástralíu sýnir það að þeir passa oft illa, valda sumum konunum miklum óþægindum og skapa líka óþarfa meiðslahættu.

Sport

„Sumir eru bara asnar og láta eins og fá­vitar“

„Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir.

Sport

„Of mörg til­felli sem hafa komið upp“

Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn.

Körfubolti

„Við vorum bara ekki á svæðinu“

Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum.

Handbolti

„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik.

Körfubolti